Skilmálar

 

Wagtail slf.

Skútuvogur 3, 104 Reykjavík.

Kt: 640518-2430

Sími: 8979647

Netfang: wagtail@wagtail.is

 

 

Afhendingar og sendingarmátar:

Allar pantanir á höfuðborgarsvæðinu eru sendar með Gorilla House.
Þær pantanir sem sendar eru utan höfuðborgarsvæðis fara með íslandspósti.

 

Höfuðborgarsvæði

 • Sækja 0kr: Hægt er að sækja sendingar milli 13-18 hjá Gorilla House, Suðurlandsbraut 4.
 • 1-2 daga heimkeyrsla 990kr: Pöntun fer í sendingu næsta virka dag og kemur innan 2 virkra daga.
 • Heimkeyrsla samdægurs 1990kr: Ef þú bara getur ekki beðið eftir nýju vörunni frá Wagtail bjóðum við uppá heimkeyrslu samdægurs virka daga ef pantað er fyrir klukkan 18:00.

 

Utan höfuðborgarsvæðis

 

 • Smápakki 690kr: Smápakka sending tekur 3-5 virka daga
 • Pakki pósthús 890kr: Sendingar á pósthús eru skráðar og rekjanlegar. Þær taka 2-4 virka daga.

 

 

Skil og skipti

Wagtail.is bíður viðskiptavinum upp á 14 daga skil og skipti gegn því að varan sé í söluhæfu ástandi. Möguleiki á skilum/skiptum fellur úr gildi ef eftirfarandi atriði koma upp.

 • Upprunarlegu umbúðir vörunnar eru ekki til staðar eða skemmdar.
 • Flíkin hefur verið notuð eða merkimiði tekinn af.
 • Hreinlætismiði fjarlægður.
 • Einhver ummerki um andlitsfarð í flíkinni.
 • Dýrahár á fötum.
 • Svitalyktareyðir í fötum.
 • Ilmvatnslykt
 • Vörur á útsölu fást ekki skilað né skipt.
 • Sundfötum og nærfötum fást ekki skilað vegna hreinlætisástæða nema þau sem hafa hreinlætismiða sem hefur ekki verið átt við eða fjarlægður.

 

 

Þegar skila á vöru:

Vöru sem á að skila skal send á Gorilla House, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, þá skal einnig fylgja með miði þar sem kemur fram;

 • Nafn
 • Heimilisfang
 • Pöntunarnúmer.
 • Stærð sem óskað er eftir.

Ef kaupandi vill skila eða skipta vöru greiðir hann sendingarkostnað. Wagtail greiðir sendingarkostnað sín megin.
Ef stærð vöru sem er óskað eftir er ekki til þá fær viðkomandi kóða sem virkar sem inneignarnóta hjá Wagtail.is.
Wagtail býður ekki upp á endurgreiðslu.

 

 

Greiðsluleiðir í boði:

 • Ölll helstu kredit og debitkort. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Wagtail.is og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +354 4122600.
 • Millifærsla á bankareikning. (greiðsla þarf að berast innan sólarhrings og senda skal kvittun á wagtail@wagtail.is. Ef greiðandi er ekki sá sami og sá sem er skráður fyrir pöntununni skal nafn þess sem er á pöntununni fylgja með sem skýring á millifærslu.
 • Netgíró
 • Pei

 

 

Þvottaleiðbeiningar:

Wagtail.is ber ekki ábyrgð á skemmdum sem gætu átt sér stað ef réttum þvottaleiðbeiningum er ekki fylgt.

* Þvoið kalt
* Þerrið fötin og leggið í skugga
* Ekki nota straujárn
* Ekki nota klór
* Forðist beint sólskin
* Föt þvoist á röngunni
* Sundföt þarf að skola eftir notkun

 

 

Persónuverndarskilmálar:

Við hjá Wagtail slf. Styðjum nýja persónuverndarlöggjöf (GDPR) sem tók gildi þann 15. júlí 2018 hér á Íslandi og höfum uppfært stefnu okkar í samræmi við löggjöfina.

 

 

Hvað eru fótspor?:

Fótspor eru agnarsmáar textaskrár sem vefsvæði senda í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir svæðið eða síðu, svo hægt sé að muna kjörstillingar þínar, auðvelda pantanir og mæla með efni sem er viðeigandi fyrir þig þegar þú heimsækir síðuna.

Fótsporin auðvelda vefsíðunni, eða öðrum vefsíðum, að vita hvaða tæki þú notar við næstu heimsókn. Fæst fótspor safna upplýsingum sem auðkenna þig, en leitast þess í stað við að sækja öllu almennari upplýsingar eins og hvernig notendur koma á síðuna og nota þær, eða almennar upplýsingar um staðsetningu notanda.

 

 

Við vinnum með persónuupplýsingar til þess að:

 • Halda utan um og vinna með pantanir og vörukaup.
 • Auðkenna viðskiptavini.
 • Geta afhent keypta vöru, tilkynnt um stöðu pöntunar og til að geta haft samband við viðskiptavini okkar vegna spurninga eða upplýsinga um afhendingu.
 • Geta staðfest heimilisfang viðskiptavinar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.
 • Geta aðstoðað viðskiptivini við vöruskil og/eða kvartanir.
 • Hafa umsjón með aðgangi viðskiptavina að vefmiðlum okkar.
 • Hafa yfirlit með vörukaupum.
 • Hafa yfirlit um vöru- og greiðslusögu viðskiptavina.
 • Markaðssetja vörur með tölvupóstum, áminningum um gleymdar/geymdar innkaupakörfur og samfélagsmiðlum.
 • Eiga samskipti við viðskiptavini okkar í gegnum síma, tölvupóst eða aðra rafræna miðla.
 • Geta rannsakað kvartanir.
 • Uppfylla lagalegar skyldur á borð við öryggisskuldbindingar vegna vöru. Þurfi að innkalla vöru eða upplýsa viðskiptavini um öryggi vöru gætum við þurft að láta af hendi upplýsingar eða samskipti til almennings og/eða viðskiptavina.
 • Bæta þjónustu og vöruframboð okkar og auka öryggi fyrir viðskiptavini.
 • Koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar og koma í veg fyrir glæpi gegn fyrirtækinu.
 • Koma í veg fyrir ruslpóst og allar óleyfilegar aðgerðir.
 • Einfalda notkun á þjónustu með því að geyma upplýsingar um viðskiptavini, greiðsluleiðir, sendingarmáta og þess háttar.

 

 

Við söfnum og vinnum með eftirfarandi upplýsingar:

 • Nafn
 • Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
 • Greiðsluupplýsingar (s.s. upplýsingar um færslur, dagsetningu færslna)
 • Greiðslusaga
 • Pöntunarsaga, s.s. hvaða vara var keypt og hvert hún var send.
 • Notandanafn og lykilorð
 • Upplýsingar um vörukaup
 • Upplýsingar um tölvur viðskiptavina, síma eða önnur tæki sem viðskiptavinur notar og stillingar þeirra.
 • Upplýsingar um hvernig viðskiptavinur notar vefsíður og aðra rafræna miðla fyrirtækisins.
 • Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar).
 • Hvernig vefsíður og vefmiðlar eru notuð (t.d. hvaða vefsíður og hlutar vefsíðna hafa verið heimsótt og hverju hefur verið leitað að).
 • Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar vegna athugasemdar/kvörtunar.
 • Upplýsingar um kaupdag, staðsetningu vörukaupa eða vörugalla/kvartanir.
 • Notandaupplýsingar frá netaðgangi, t.d. þegar viðskiptavinur á í vandræðum með að innskrá sig.
 • Nafnlausar tæknilegar upplýsingar sem snúa að þeim tækjum sem notuð eru og stillingar, s.s. tungumálastillingar, IP tölur, vafrastillingar, tímabelti, stýrikerfi, skjástillingar o.fl.
 • Nafnlausar upplýsingar um notkun viðskiptavina, t.d. á hvaða hátt þjónustur voru notaðar, hvernig innskráningu var háttað, hvar og hversu lengi ýmsar síður voru heimsóttar, viðbragðstími, villur við niðurhal, hvernig hægt er að tengjast þjónustum og hvenær farið var úr þjónustum, o.s.frv.
 • Nafnlausar upplýsingar um hvernig vefsíður okkar og aðrir rafrænir miðlar eru notuð (t.d. hvaða síður eða síðuhlutar hafa verið heimsótt og að hverju hefur verið leitað).
 • Nafnlausar landfræðilegar upplýsingar

 

 

Um upplýsingar til þriðja aðila:

Í einhverjum tilfellum gætu persónugreinanleg gögn verið færð til samstarfsaðila okkar t.d. þegar kemur að markaðssetningu (prentun, dreifing o.fl.), flutningi, dreifingu, tækniþjónustu og greiðsluleiðum. Gögn sem eru persónugreinanleg eiga alltaf að vera meðhöndluð af þriðja aðila í samræmi við lög og tilgang okkar við gagnasöfnun.

Við gætum einnig þurft að veita stjórnvöldum t.d. lögreglu eða skattayfirvöldum aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum. Að auki gætum við þurft að veita bönkum, korta- og greiðsluleiðafyrirtækjum og flutningsfyrirtækjum aðgang að gögnum sem hægt er að persónugreina. Í slíkum tilvikum eiga þeir aðilar sem fá hjá okkur persónugreinanleg gögn að vinna gögnin í samræmi við lög og reglur um vinnslu persónuupplýsinga.

 

 

Bókhaldsgögn:

Bókhaldsgögn okkar eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um færslu bókhalds og varðveislu þess. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.

 

 

Takmörkun ábyrgðar:

Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Wagtail slf. enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða hún útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til stórfelldrar/vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu Wagtail slf.

Wagtail slf. ber enga ábyrgð á töfum sem verða á þjónustunni eða því að þjónustan virki ekki sem skyldi vegna óviðráðanlegra atvika.

 

 

Lög og lögsaga:

Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

 

Samþykki:

Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú persónuverndarstefnu okkar og breytingar sem kunna að verða á henni.

Þessari persónuverndarstefnu var síðast breytt 15. júlí 2018.