FAQ

Hvernig veit ég að pöntunin mín hefur gengið í gegn?
Ef þú fékkst staðfestingarpóst frá okkur og greiðsla fyrir pöntuninni hefur farið í gegn.
Hvenær má ég búast við að fá vöruna mína?
Hérna er hægt að sjá upplýsingar um sendingartíma: https://wagtail.is/policies/shipping-policy
Er hægt að sækja pöntun í stað afhendingar?
Við bjóðum því miður ekki upp á að sækja pöntun. Ef þú ert að skila eða skipta, þá er hægt að koma til okkar – en aðeins eftir staðfestingu frá okkur.
Sendið þið til útlanda?
Já, við sendum með Póstinum um allan heim.
Hvernig breyti ég eða hætti við pöntun?
Sendu okkur línu á wagtail@wagtail.is með fyrirsögninni „áríðandi“ og við reynum að stoppa pöntunina. Við getum þó ekki lofað að ná því áður en hún fer úr vöruhúsinu okkar.
Hvernig eru stærðirnar hjá Wagtail?
Stærðirnar okkar eru hefðbundnar nema annað sé tekið fram. Hjá öllum vörunum okkar er stærðarskali þar sem fram kemur hvernig sniðið er á vörunni.
Eru vörurnar ykkar með teygjanlegu efni?
Já, öll efnin okkar eru mjög teygjanleg – bæði á sundfötunum og náttfötunum. Það er þó ein lína hjá okkur sem heitir „Mystique“, þar sem efnin eru stífari og þykkari.
Hvernig virka skil og skipti?
Allar upplýsingar um skil og skipti má finna hér: https://wagtail.is/policies/refund-policy
Hvað ef varan mín kemur skemmd eða röng?
Sendu okkur tölvupóst á wagtail@wagtail.is með myndum af vörunni.
Hversu lengi hef ég til að skila eða skipta vörum?
Þú hefur 30 daga til að skila eða skipta vörum.
Fæ ég endurgreitt eða inneign?
Þú ræður hvort þú skiptir í aðrar vörur, færð inneign eða endurgreitt.
Bjóðið þið upp á gjafapökkun?
Það er misjafnt. Ef við eigum til gjafapakkningar er valmöguleiki í körfunni að bæta því við. Ef sá valmöguleiki er ekki til staðar, eru gjafapakkningar ekki til.
Er hægt að senda gjöf beint til viðtakanda?
Já, það er ekkert mál. Þú getur valið hvort símanúmerið á pöntuninni sé þitt eða viðtakandans. Viðtakandinn fær sms/tölvupóst með tilkynningum um stöðu sendingar.
Hvernig hef ég samband við ykkur?
Best er að senda okkur tölvupóst á wagtail@wagtail.is. Einnig er hægt að senda okkur skilaboð á Instagram, en við svörum ekki á Facebook.
Er hægt að fá vörur eftir sérpöntun?
Við höfum einstaka sinnum gert það fyrir viðskiptavini – það fer eftir vörunni og kröfum. Sendu okkur línu á wagtail@wagtail.is með upplýsingum um sérpöntunina.
Hvar get ég fylgst með nýjum vörum og tilboðum?
Við erum mest virk á story á Instagram og þar á channelinu okkar. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista neðst á heimasíðunni okkar.

Finnurðu ekki svarið? Hafðu samband – við elskum að heyra frá þér.